Sjálfbærniskýrsla

Línuvinna

Línuvinna

ÍAV gaf út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu árið 2023. Skýrslan byggir á þremur stoðum sjálfbærni: Umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir og er hún byggð á fyrirmynd leiðbeininga frá Nasdaq.

ÍAV er einn stærsti og elsti verk­­taki landsins. Hjá fyrirtækinu starfa um 240 starfsmenn í verkefnum sem eru dreifð á höfuðborgar­svæðið sem og á lands­byggðinni. Verkefnin eru ólík eins og þau eru mörg og má þar nefna jarðvinnu­verkefni, jarðgangnaverk, byggingar­fram­kvæmdir, námu­gröftur sem og fjölda þjónustu­samninga.

Verkefni sem ÍAV hefur tekið að sér í gegnum tíðina eru til dæmis: Harpa tónlistar­hús, Óshlíðar­göng, breikkun Reykjanes­brautar, Fangelsið Hólms­heiði, Stækkun Búrfells­virkjunar og margt fleira.

ÍAV leggur mikla áherslu á kraft og framsækni í starfs­fólki sínu og er slagorð ÍAV: færni, frumkvæði og fagmennska.