Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Þann 23.feb 2024 undirrituðu fulltrúar Faxaflóahafna og Íslenskra aðalverktaka verksamning vegna byggingu á nýrri fjölnota farþegamiðstöð Faxaflóahafna á Skarfabakka.

Eru það ÍAV og samstarfsaðilar, verkfræðistofan VSÓ og BROKKR STUDIO arktitektar sem sjá um hönnun og byggingu miðstöðvarinnar.

Gamla farþegamiðstöðin var rifin í vor og hófust verklegar framkvæmdir formlega í maí. Áætlað er að farþegamiðstöðin verði fullkláruð fyrir sumarið 2026.

Farþegamiðstöðin verður 5.700 fm og mun gerbylta allri aðstöðu og þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa sem koma á Skarfabakka. Aðstöðunni er ætlað að þjóna farþegum skemmtiferðaskipa hvort sem þeir hefja eða ljúka sinni ferð á Íslandi sem og þeim sem eingöngu eru í dagsheimsókn.

Hönnun hússins gerir ráð fyrir að hægt sé að nýta það undir viðburði af ýmsu tagi á þeim tíma ársins þegar skemmtiferðaskip eru ekki á ferðinni til landsins.

Verkið er unnið samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum BREEAM.

Prenta