Þann 30. júní 2020 undirrituðu fulltrúar Landsbankans og Íslenskra aðalverktaka verksamning vegna húss Landsbankans Austurbakka 2 – Fullnaðarfrágangur.
Um er að ræða fullnaðarfrágang á húsinu að utan sem innan, húsið er í nokkrum byggingarhlutum og er hæst fimm hæðir með bílakjallara á tveimur hæðum. Skrifstofu-, verslunar- og þjónusturými í húsinu er 16.500 m2 auk tæknirýma og bílakjallara sem nýtist öllu svæðinu.
Afhending á rýmum til verkkaupa er í áföngum og er fyrsta afhendingin 1. október 2021
Verkið verður unnið skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum BREEAM.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Landsbankans