Verkið er að mestu á syðri hluta lóðar Landspítalans, afmarkað af Hringbraut til suðurs, Vatnsmýrarvegi til vesturs og Bústaðavegi/Snorrabraut til austurs. Verkið er hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.
Verkið felst meðal annars í:
- Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt allri jarðvinnu fyrir meðferðakjarna. Sértök athygli er vakin á umfangi jarðvinnu vegna meðferðarkjarnans.
Meðal annars er fyrirhuguð bergklipping (presplittun) meðfram norðurhlið gryfjunnar og austurkanti bílakjallarans. Um mikið efnismagn er að ræða sem krefst samræmingar og skipulagningar á umferð til og frá verkstað.
- Jarðvinnu fyrir mögulegum bílakjallara austan við meðferðarkjarnann.
- Allri vinnu við lagnir á svæðinu, þ.m.t. breytingar á veitukerfum vegna vinnu við meðferðarkjarna.
- Gerð tengiganga og stoðveggja.
- Gerð undirgangna við Snorrabraut.
- Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt lóðafrágangi.
- Gerð bráðabirgðabílastæða.