Þann 16. Desember 2024 undirrituðu fulltrúar Smáralindar ehf. og Íslenskra Aðalverktaka hf. verksamningum um verkefnið, Smáralind – Mathöll og fjölgun bíósala.
Um er að ræða endurskipulagningu og stækkun á veitingasvæði Smáralindar og aðkomu að því sem tekur samtals yfir um 3.000m2 á 2. hæð í austurenda Smáralindar og breyta þessu svæði í nýja mathöll. Einnig er um að ræða að koma fyrir tveimur nýjum bíósölum í Smárabíó á 3. hæð ásamt breyttri aðkomu og stækkun á stigapalli, samtals um 800m2.