ÍAV hefur undirritað samning við Reykjansbæ um uppbyggingu á áfanga ll við Stapaskóla á Dalsbraut 11-13. Flatarmál stækkunarinnar er 5600 m2 og mun stækkunin hýsa fullbúið íþróttahús sem rúmar fullan keppnisvöll í körfubolta með allt að 1.200 áhorfendur og 25 metra innisundlaug ásamt heitum pottum.
Helstu verkþætti eru eftirfarandi:
- Aðstaða og jarðvinna: Aðstöðusköpun, uppsetning varnargirðinga, gröftur og fylling lagnaskurða, fyllingar innan og utan með sökklum, þjöppuð fylling.
- Burðarvirki: Steypumót, járnbending, steinsteypa, einangrun, ísteyptir hlutir, stálvirki, stálplötur í þaki, stein- og kjarnaborun, sögun.
- Lagnir: Frárennslislagnir, neyslukerfi, hitaveitukerfi, hreinlætisbúnaður, vatnsúðakerfi, loftræstikerfi, sundlaugakerfi.
- Rafkerfi: Lagnaleiðir, lágspennukerfi, lýsingarkerfi, smáspennu- og sérkerfi, loftræsti[1]og hitakerfi.
- Frágangur innan hús: Múrverk, trésmíði, járn- og blikksmíði, málun, innréttingar, innihurðir, gluggar og glerveggir, gólfefni, flísalögn og ýmis búnaður.
- Frágangur utanhúss: Niðurrif, múrverk, frágangur útveggja, þakfrágangur, járn og blikksmíði, útihurðir, gluggar og gler.
Vinnan hefst strax og afhending verður febrúar 2023.