Breikkun Suðurlandsvegar 2. áfangi

Íslenskir aðalverktakar annast breikkun suðurlandvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Um er að ræða Biskupstungnabraut – Hveragerði, 2. áfangi Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá.

Framkvæmdin felst í nýbygging Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta, alls um 7,1 km. Gerð verða ný vegamót við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri ásamt nýju hringtorgi við Biskupstungnabraut. Lagður verður nýr tæplega 5 km Ölfusvegur með hjólareinum ásamt breytingu á Þórustaðavegi og Biskupstungnabraut.

Byggð verða þrjár nýjar brýr á Gljúfurholtsá og Bakkárholtsá, undirgöngum fyrir bíla við Þórustaði og við Kotströnd þar sem Ölfusvegur fer undir nýjan Hringveg. Þá verða byggð tvenn sérstök undirgöng fyrir reiðleiðir og gönguleiðir.

Einnig eru breytingar á lögnum veitufyrirtækja innifalin í verkinu.

Með framkvæmdinni verður jafnframt til nýr samfelldur hliðarvegur, Ölfusvegur, með sérstökum hjólareinum frá Hveragerði að Biskupstungnabraut.

Hér má sjá myndband um fyrirhugaða framkvæmd

Staðsetning

Prenta