Uppfærsla á flughlöðum og akbrautum flugvéla

ÍAV bauð lægst í framkvæmd á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar fyrir bandaríska herinn haustið 2019.

Verkefnið felst í framkvæmdum á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar, nánar tiltekið á þeim hluta sem tilheyrir gamla varnarsvæðinu.

Unnið verður að endurbótum á steyptum flugvélastæðum og akbrautum flugvéla ásamt endurnýjun á þéttiefni á öllum steypuskilum. Ídráttalagnir verða einnig endurnýjaðar og brunnar fyrir hliðarljós ásamt uppsetningu miðlínuljósa á fimm akbrautum auk breikkunnar á einni akbraut. Settar verða upp olíuskiljur ásamt settjörn og innsteyptum rennum til mengunarvarna.

Áætlað er að verkinu ljúki haust 2020.

Staðsetning

Prenta