Mánudaginn 5. júní 2023 var tilkynnt um niðurstöður í samkeppni um byggingu fjölnota farþegamiðstöðvar á Skarfabakka í Sundahöfn. Miðstöðin, sem er hönnuð til að þjóna farþegum skemmtiferðaskipa, mun stórbæta alla aðstöðu og þjónustu á svæðinu. ÍAV, VSÓ og Brokkr stúdíó unnu samkeppnina með tillögu sinni að sveigjanlegri byggingu sem nýtist bæði fyrir farþega og viðburði utan ferðaþjónustutíma.