Föstudaginn 14. febrúar fór fram hátíðleg vígsla á nýju knatthúsi Hauka á Ásvöllum, en húsið var formlega afhent Hafnarfjarðarbæ af ÍAV. Knatthúsið, sem er rúmlega 11.000 m² að stærð, er stórt skref í uppbyggingu íþróttaaðstöðu í bænum og mun gjörbreyta aðstæðum til knattspyrnuæfinga yfir vetrarmánuðina.