ÍAV afhendir glæsilegt knatthús Hauka við hátíðlega vígslu

21. febrúar 2025

Föstudaginn 14. febrúar fór fram hátíðleg vígsla á nýju knatthúsi Hauka á Ásvöllum, en húsið var formlega afhent Hafnarfjarðarbæ af ÍAV. Knatthúsið, sem er rúmlega 11.000 m² að stærð, er stórt skref í uppbyggingu íþróttaaðstöðu í bænum og mun gjörbreyta aðstæðum til knattspyrnuæfinga yfir vetrarmánuðina.

Við vígsluna afhenti Már Sigurðsson, fulltrúi ÍAV, Valdimar Víðissyni bæjarstjóra táknrænan lykil að húsinu, sem markaði formlega afhendingu mannvirkisins. Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Knattspyrnufélag Hauka um rekstur hússins, og var sá samningur undirritaður við sama tilefni.

Fjölmenni lagði leið sína í vígsluna, þar á meðal íþróttafólk, bæjarfulltrúar og íbúar Hafnarfjarðar. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, blessaði húsið og starfsemina í því.

Framkvæmdir hófust  í nóvember 2022 og hefur verkið gengið vel fyrir sig. Húsið er bjart og rúmgott, með stórum gluggum á tveimur hliðum sem veita einstaka birtu og útsýni.

ÍAV er stolt af því að hafa komið að byggingu þessa glæsilega mannvirkis, sem mun bæta íþróttaaðstöðu Hauka og Hafnfirðinga um ókomin ár.

Hér má sjá umfjöllun Hafnarfjarðarbæjar https://hafnarfjordur.is/glaenytt-knatthus-hauka-vigt-i-dag/