ÍAV var að fá í hús sína fjórðu vottun – ISO 14001 Umhverfisvottun.
Með ISO 14001 vottun er ÍAV komið í hóp fárra fyrirtækja á Íslandi sem er með fjórar vottanir.
Þetta er enn ein staðfesting á því að ÍAV hefur einsett sér að axla ábyrgð á umhverfismálum, finna leiðir til að draga stöðugt úr kolefnislosun og huga að umhverfinu í störfum sínum.
Aðrar vottanir ÍAV eru:
- ISO 9001:2015 gæðavottun. Frá árinu 2009
- ISO 45001:2018 öryggis- og heilbrigðisvottun. Frá árinu 2014
- ÍST 85:2012 jafnlaunavottun. Frá árinu 2020
Til hamingju ÍAV!